Kólguvað 1-13

Verknúmer : BN044522

686. fundur 2012
Kólguvað 1-13, (fsp) garðhýsi og sólpallur
Spurt er hvort leyfi fengist til þess að byggja sólpall, skjólvegg og garðhýsi skv. meðfylgjandi teikningum við hús nr. 1 á lóðinni nr. 1-13 við Kólguvað.

Jákvætt.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til bókunar byggingarfulltrúa dags. 29. maí sl. Ekki er gerð athugasemd við fjarlægð skúrs frá lóðarmörkum. Vakin er athygli á ákvæðum laga um fjöleignahús varðandi samþykki meðlóðarhafa.


685. fundur 2012
Kólguvað 1-13, (fsp) garðhýsi og sólpallur
Spurt er hvort leyfi fengist til þess að byggja sólpall, skjólvegg og garðhýsi skv. meðfylgjandi teikningum við hús nr. 1 á lóðinni nr. 1-13 við Kólguvað.
Samkvæmt f. og g. lið greinar 2.3.5..í byggingarreglugerð eru minniháttar framkvæmdir sem þessar undanþegnar byggingarleyfi enda sé m.a. smáhýsi innan við 10 m2. Samkvæmt gr. 2.3.6. ber eigandi slíkra mannvirkja ábyrgð á að ekki sé gengið á rétt nágranna og að virt séu ákvæði laga um fjöleignarhús. Ekki er fallist á að smáhýsi sé nær lóðarmörkum en 3.0 metrar.