Veghúsastígur 1

Verknúmer : BN043748

262. fundur 2012
Veghúsastígur 1, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltúa dags. 12.05. 2011, bréf Ottós ehf. dags. 3. júní 2011 ásamt bréfi byggingarfulltrúa dags. 23. september 2011 til eiganda lóðar nr. 1 við Veghúsastíg þar sem gefinn er tímafrestur til að framkvæma endurbætur á húsinu Veghúsastígur 1. Einnig er lagt fram bréf Ottós dags. 19. október 2011 ásamt tillögu byggingarfulltrúa dags. 8. janúar 2012 um tímafresti og beitingu dagsekta.

Tillaga byggingafulltrúa um að veita eiganda tímafrest til 1. maí 2012 til þess að framkvæma þær endurbætur er fram koma í bréfi byggingarfulltrúa dags.8. janúar 2012 er samþykkt. Jafnframt er samþykkt að verði framkvæmdum ekki lokið innan setts tímafrests verði beitt dagsektum kr. 25.000 fyrir hvern dag sem það kann að dragast að ljúka verkunum.
Upphæð dagsekta lækkar um 5.000 kr. fyrir hvern verklið sem lokið er við og verklok staðfest af byggingarfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.

Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.


258. fundur 2011
Veghúsastígur 1, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 23. september 2011 til eiganda lóðar nr. 1 við Veghúsastíg þar sem gefinn er tímafrestur til að framkvæma endurbætur á húsinu Veghúsastígur 1.

Frestað.