Dofraborgir 3

Verknúmer : BN043384

647. fundur 2011
Dofraborgir 3, (fsp) bílskúr
Spurt er hvort leyft yrði að stækka íbúðarrými inn í núverandi bílskúr og byggja nýjan bílskúr eins og sýnt er á meðfylgjandi skissu af einbýlishúsi nr. 3 við Dofraborgir.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. ágúst 2011 fylgir erindinu.

Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.


359. fundur 2011
Dofraborgir 3, (fsp) bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. ágúst 2011 þar sem spurt er hvort leyft yrði að stækka íbúðarrými inn í núverandi bílskúr og byggja nýjan bílskúr eins og sýnt er á meðfylgjandi skissu af einbýlishúsi nr. 3 við Dofraborgir.

Neikvætt. samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
Í skilmálum deiliskipulags fyrir Borgarhverfi er ekki gert ráð fyrir meiri byggingarmagni á lóðinni en 215 fermetrum, breytingar samkvæmt fyrirspurninni verða 255 fermetrar. Ekki er fallist á að breyta deiliskipulagi til samræmis við fyrirspurnina.


646. fundur 2011
Dofraborgir 3, (fsp) bílskúr
Spurt er hvort leyft yrði að stækka íbúðarrými inn í núverandi bílskúr og byggja nýjan bílskúr eins og sýnt er á meðfylgjandi skissu af einbýlishúsi nr. 3 við Dofraborgir.

Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.