Geirsgata 11

Verknúmer : BN042437

624. fundur 2011
Geirsgata 11, (fsp) brugghús
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja upp brugghús á 1. hæð sem framleiðir bjór á staðnum og verður seldur á veitingastað í flokki ? sem er á staðnum.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 18. febrúar 2011 fylgir erindinu ásamt umsögn Faxaflóahafna dags. 14. janúar 2011 og skipulagsstjóra dags. 10. febrúar 2011.

Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Athygli er vakin á því að eingöngu er hægt að sækja um rekstararleyfi fyrir veitingahús í flokki II á þessu svæði sbr. umsögn skipulagsstjóra og með vísan til umsagnar Faxaflóahafna verður að skoða aðkomuleiðir.


338. fundur 2011
Geirsgata 11, (fsp) brugghús
Á fundi skipulagsstjóra 6. janúar 2011 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. desember 2010 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að setja upp brugghús á 1. hæð sem framleiðir bjór á staðnum og verður seldur á veitingastað í ótilgreindum flokki. Erindinu var vísað til umsagnar Faxaflóahafna og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Faxaflóahafna dags. 14. janúar 2011 og skipulagsstjóra dags. 10. febrúar 2011.
Ekki gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

332. fundur 2011
Geirsgata 11, (fsp) brugghús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. desember 2010 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að setja upp brugghús á 1. hæð sem framleiðir bjór á staðnum og verður seldur á veitingastað í ótilgreindum flokki.
Vísað til umsagnar hjá Faxaflóahöfnum.

617. fundur 2010
Geirsgata 11, (fsp) brugghús
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja upp brugghús á 1. hæð sem framleiðir bjór á staðnum og verður seldur á veitingastað í flokki ? sem er á staðnum.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.