Eiðsgrandi 30

Verknúmer : BN042269

610. fundur 2010
Eiðsgrandi 30, mæliblað og tölusetning
Orkuveita Reykjavíkur sótti um að lóð fyrir dælustöð fráveitu Seilugranda verði afmörkuð dags. 21. september 2010. Sjá meðfylgjandi afrit. Landupplýsingadeild reiknaði lóðina í hnitakerfi Reykjavíkur 1951. Óskað er eftir að byggingarfulltrúi afgreiði meðfylgjandi breytingarblað þar sem fram kemur að lóðin er stofnuð úr óútvísuðu landi Reykjavíkur í byggð landnr. 218177.
Byggingarfulltrúi leggur til að lóðin verði tölusett nr. 30 við Eiðsgranda.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreyting tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.