Þorláksgeisli 94-96

Verknúmer : BN042238

611. fundur 2010
Þorláksgeisli 94-96, (fsp) nr. 96 breytingar utanhúss
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir áður gerðum skjólveggjum, áður gerðum verkfæraskúr og þegar uppsettum gervihnattadiski, ennfremur er spurt hvort leyft yrði að koma fyrir reykröri á vesturhlið þaks á húsi nr. 96 á lóð nr. 94-96 við Þorláksgeisla.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa og eigenda húss nr. 98 við Þorláksgeisla ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. nóvember 2010 og umsögn skipulagsstjóra dags. 4. nóvember 2010.
Ekki er unnt að fallast á hæð og staðsetningu skjólveggja, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra. Varðandi önnur atriði skal sækja um byggingarleyfi sbr. einnig umsögn skipulagsstjóra.

325. fundur 2010
Þorláksgeisli 94-96, (fsp) nr. 96 breytingar utanhúss
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. nóvember 2010 þar sem spurt er hvort samþykki fengist fyrir áður gerðum skjólveggjum, áður gerðum verkfæraskúr og þegar uppsettum gervihnattadiski, ennfremur er spurt hvort leyft yrði að koma fyrir reykröri á vesturhlið þaks á húsi nr. 96 á lóð nr. 94-96 við Þorláksgeisla. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 4. nóvember 2010.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa og eigenda húss nr. 98 við Þorláksgeisla.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

610. fundur 2010
Þorláksgeisli 94-96, (fsp) nr. 96 breytingar utanhúss
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir áður gerðum skjólveggjum, áður gerðum verkfæraskúr og þegar uppsettum gervihnattadiski, ennfremur er spurt hvort leyft yrði að koma fyrir reykröri á vesturhlið þaks á húsi nr. 96 á lóð nr. 94-96 við Þorláksgeisla.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa og eigenda húss nr. 98 við Þorláksgeisla.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.