Rekstarleyfi, steypustöðvar

Verknúmer : BN042139

607. fundur 2010
Rekstarleyfi, steypustöðvar, rekstrarleyfi
BM-Vallá ehf sækir um rekstarleyfi fyrir steypustöð, í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur í samræmi við ákvæði 131. gr. í byggingarreglugerð nr. 441/1998. Rekstur steypustöðvarinnar fer fram á lóð nr. 7 við Bíldshöfða. Með umsókn fylgir jákvæð umsögn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands dags. 7. seopt. 2010, samningur milli BM Vallár og Nýsköpunarmiðstöðvar um ytra eftirlit, dags. 24. ágúst 2010 staðgr. 131.10 og gr.g. um stöðina og framleiðslu hennar, dags. 27. sept. 2010.
Rekstarleyfi samþykkt.
Skilyrt: Leyfið gildir fyrir rekstur steypustöðvar á lóð nr. 7 við Bíldshöfða. Leyfishafa ber að viðhalda samningi um ytra eftirlit við þar til bæran aðila og annast eigið innra eftirlit með framleiðslunni.
Að öðrum kosti fellur rekstarleyfið úr gildi án viðvörunnar. Sé fyrirhuguð breyting á steypuframleiðslu stöðvarinnar skal hún tilkynnt NMÍ og embætti byggingarfulltrúa , sem ákvarðar hvort fyrirhuguð breyting hafi áhrif á rekstarleyfið.
Rekstrarleyfið felur ekki í sér viðurkenningu Reykjavíkurborgar á langtímarekstri steypustöðvar á lóðinni en borgaryfirvöld vinna nú að breyttri landnotkun svæðisins þar sem gert er ráð fyrir að starfsemi sem þessi víki af því.