Stálsmíðameistari

Verknúmer : BN041905

598. fundur 2010
Stálsmíðameistari, löggilding
Ofanritaður sækir um staðbundna viðurkenningu sem stálsmíðameistari í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.
Málinu fylgir staðfest afrit af sveinsbréfi, ferilskrá umsækjanda dags. 12. júlí 2010 og bréf umsækjanda dags. sama dag.
Synjað.
Bókun byggingarfulltrúa:
Meistarabréf hefur ekki verið framvísað né staðfestu yfirliti yfir byggingarleyfisskyld verk sem umsækjandi hefur borið ábyrgð á. En samkvæmt bréfi Umhverfisráðuneytisins frá 25. nóvember 2005 þarf að leggja slík gögn fram með umsókn. Við skoðun á ferilskrá verður ekki séð að umsækjandi hafi í reynd haft umsjón með og borið ábyrgð á byggingarleyfisskyldum verkþáttum á a.m.k. þriggja ára tímabili fyrir 1. janúar 1998. Umsókninni er því hafnað.