Silungakvísl 21

Verknúmer : BN041663

642. fundur 2011
Silungakvísl 21, (fsp) svalir stækkun
Spurt er hvort stækka megi svalir, sbr. erindi BN039835, við íbúð á efri hæð tvíbýlishússins á lóð nr. 21 við Silungakvísl.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 25. júní 2010 fylgir erindinu. Málinu fylgir afrit af bréfi meðeigenda dags. 6. ágúst 2010

Frestað.
Fyrirspurn þessi var til umfjöllunar á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 29. júní 2010. Þá var tekið jákvætt í erindið og bókað að sækja þyrfti um byggingarleyfi og leyfisumsókn skyldi fylgja viðeigandi samþykki meðeigenda. Enn hefur ekki verið lögð fram byggingarleyfisumsókn en framkvæmdum við stækkun svalanna var þó lokið þar sem það verk var unnið samhliða byggingu þess hluta sem byggingarleyfi hafði áður verið samþykkt. Stækkun svalanna og gerð skjólveggjar á norðurhlið þeirra er því óleyfisframkvæmd sem fjarlægja verður samkvæmt nánari ákvörðun byggingaryfirvalda. Fyrir liggur að meðeigandi er andvígur stækkun svalanna, sbr. bréf dags. 6. ágúst 2010.


593. fundur 2010
Silungakvísl 21, (fsp) svalir stækkun
Spurt er hvort stækka megi svalir, sbr. erindi BN039835, við íbúð á efri hæð tvíbýlishússins á lóð nr. 21 við Silungakvísl.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 25. júní 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og því fylgi viðeigandi samþykki meðeigenda.


307. fundur 2010
Silungakvísl 21, (fsp) svalir stækkun
Á fundi skipulagsstjóra 16. júní 2010 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. júní 2010 þar sem spurt er hvort stækka megi svalir, sbr. erindi BN039835, við íbúð á efri hæð tvíbýlishússins á lóð nr. 21 við Silungakvísl. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist gildandi deiliskipulagi svæðisins.

306. fundur 2010
Silungakvísl 21, (fsp) svalir stækkun
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. júní 2010 þar sem spurt er hvort stækka megi svalir, sbr. erindi BN039835, við íbúð á efri hæð tvíbýlishússins á lóð nr. 21 við Silungakvísl.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

591. fundur 2010
Silungakvísl 21, (fsp) svalir stækkun
Spurt er hvort stækka megi svalir, sbr. erindi BN039835, við íbúð á efri hæð tvíbýlishússins á lóð nr. 21 við Silungakvísl.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.