Tryggvagata 11

Verknúmer : BN040708

564. fundur 2009
Tryggvagata 11, (fsp) gistiheimili
Spurt er hvort leyft yrði að breyta í gistiheimili 2. 3. og 4. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 11 við Tryggvagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. nóvember 2009 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að skipulagsástæðum, vegna íbúða getur þurft að fjölga bílastæðum verði þær umfram kröfu um 1 bílastæði á hverja 50 ferm. Vísað er til athugasemda eldvarnaeftirlits á fyrirspurnarblaði. Sækja þarf um byggingarleyfi.


281. fundur 2009
Tryggvagata 11, (fsp) gistiheimili
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta í gistiheimili 2. 3. og 4. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 11 við Tryggvagötu.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Samræmist landnotkun samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur.

563. fundur 2009
Tryggvagata 11, (fsp) gistiheimili
Spurt er hvort leyft yrði að breyta í gistiheimili 2. 3. og 4. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 11 við Tryggvagötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.