Þverholt 5

Verknúmer : BN040349

552. fundur 2009
Þverholt 5, endurnýjun á bn034421
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindi BN034421 dags. 5. febrúar 2008 sem fjallar um áður gerðar breytingar á innra fyrirkomulagi íbúða, leyfi til þess að stækka tvennar svalir á 4. hæð, byggja svalir á 3. hæð, síkka glugga á tveimur stöðum á austurhlið 2. hæðar fyrir franskar svalir, loka undirgangi fyrir sameiginlega hjóla- og vagnageymslu og loka áður stigahúsi frá Þverholti fjöleignarhússins á lóð nr. 5 við Þverholt.
Stærð: Stækkun vegna undirganga 5,5 ferm. á lóð nr. 5 og 5,5 ferm. á lóð nr. 7, samtals 11 ferm., 30,3 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.333
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.