Austurstræti 16

Verknúmer : BN040328

561. fundur 2009
Austurstræti 16, breyta innra skipulagi
Sótt er um leyfi til að skipta í tvo hluta, annarsvegar skemmtistað með 250 gesti og í flokki III og hinsvegar bar með 90 gesti og í flokki III, með því að koma fyrir millivegg með hurð á milli eininga og bæta við tveimur snyrtingum í núverandi skemmtistað á jarðhæð verslunarhússins á lóð nr. 16 við Austurstræti.
Bréf frá eiganda dags. 14. sept. 2009 og 15. okt. 2007, bréf frá Húsafriðunarnefnd dags. 28. sept. 2009, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 5. október 2009 og hljóðvistarskýrsla dags. 14. sept. 2009 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 19. sept. 2007.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Gestafjöldi á bar verði 80 í stað 90 sem sótt er um.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Bókun byggingarfulltrúa:
Með vísan til bókunar skipulagsráðs Reykjavíkur frá 14. nóvember 2007 er bókunin hér með ítrekuð sem fellst í því að borgaryfirvöld leggja þunga áherslu á að tryggt sé að veitingastarfsemi sé starfrækt að degi til auk þess sem trygg verði að útliti hússins verði ekki breytt á neinn hátt t.d. að byrgja glugga með gardínum, filmum eða öðrum tilfæringum, sbr. bréf dags. 15. október 2007.
Er samþykkt byggingarleyfis bundið þessum skilyrðum og brot á þeim getur leitt til neikvæðrar umsagnar byggingarfulltrúa til leyfadeildar LHS vegna veitingaleyfa.
Þá vekur byggingarfulltrúi athygli umsækjanda á þvi að veitingastaðurinn er tvískiptur. Komi til sölu á rekstri annars hvorts hlutans er óvíst að hægt sé að halda rekstrinum óbreyttum áfram m.a. vegna aðgengis að stoðrýmum.
Þá er skilyrt að eigandi hússins láti gera við skrautlista úr gifsi sem skert var við uppsetningu á þeim millivegg sem nú hefur verið samþykktur, þegar veggurinn verður fjarlægður skal hann staðfesta með yfirlýsingu sem þinglýst verður að svo verði gert.
Jafnframt skal þinglýsa yfirlýsingu vegna þeirra skilyrða sem hér koma fram að ofan.


559. fundur 2009
Austurstræti 16, breyta innra skipulagi
Sótt er um leyfi til að skipta í tvo hluta, annarsvegar skemmtistað með 250 gesti og í flokki III og hinsvegar bar með 100 gesti og í flokki III, með því að koma fyrir millivegg og bæta við tveimur snyrtingum í núverandi skemmtistað á jarðhæð verslunarhússins á lóð nr. 16 við Austurstræti.
Bréf frá eiganda dags. 14. sept. 2009, bréf frá Húsafriðunarnefnd dags. 28. sept. 2009, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 5. október 2009 og hljóðvistarskýrsla dags. 14. sept. 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


557. fundur 2009
Austurstræti 16, breyta innra skipulagi
Sótt er um leyfi til að skipta í tvo hluta, annarsvegar skemmtistað með 250 gesti og í flokki III og hinsvegar bar með 100 gesti og í flokki III, með því að koma fyrir millivegg og bæta við tveimur snyrtingum í núverandi skemmtistað á jarðhæð verslunarhússins á lóð nr. 16 við Austurstræti.
Bréf frá eiganda dags. 14.sept. 2009, bréf frá Húsafriðunarnefnd dags. 28. sept. 2009, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 5. október 2009 og hljóðskýrsla dags. 14. sept. 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


185. fundur 2009
Austurstræti 16, breyta innra skipulagi
Sótt er um leyfi til að skipta í tvo hluta, annarsvegar skemmtistað með 250 gesti og í flokki III og hinsvegar bar með 100 gesti og í flokki III, með því að koma fyrir millivegg og bæta við tveimur snyrtingum í núverandi skemmtistað á jarðhæð verslunarhússins á lóð nr. 16 við Austurstræti.
Málinu fylgir bréf Aðalmálunnar sf, dags. 16. sept. 2009, ódagsett yfirlýsing Gunnars Traustasonar og bréf frá Húsafriðunarnefnd dags. 28 sept.2009.
Gjald kr. 7.700
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði og þegar skilyrðum samkvæmt bókun skipulagsráðs frá 14. nóvember 2007, hefur verið fullnægt. Skipulagsráð beinir því til byggingarfulltrúa að öll sömu skilyrði verði sett við útgáfu byggingarleyfisins auk þess sem þeim verði endurþinglýst á eignina.
Málinu er vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


553. fundur 2009
Austurstræti 16, breyta innra skipulagi
Sótt er um leyfi til að skipta í tvo hluta, annarsvegar skemmtistað með 250 gesti og í flokki III og hinsvegar bar með 100 gesti og í flokki III, með því að koma fyrir millivegg og bæta við tveimur snyrtingum í núverandi skemmtistað á jarðhæð verslunarhússins á lóð nr. 16 við Austurstræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


182. fundur 2009
Austurstræti 16, breyta innra skipulagi
Sótt er um leyfi til að skipta í tvo hluta, annarsvegar skemmtistað með 250 gesti og í flokki III og hinsvegar bar með 100 gesti og í flokki III, með því að koma fyrir millivegg og bæta við tveimur snyrtingum í núverandi skemmtistað á jarðhæð verslunarhússins á lóð nr. 16 við Austurstræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék af fundi kl. 9:55, Brynjar Fransson tók sæti á fundinum í hans stað


551. fundur 2009
Austurstræti 16, breyta innra skipulagi
Sótt er um leyfi til að skipta í tvo hluta, annarsvegar skemmtistað með XXX gesti og í flokki XXXX og hinsvegar bar með XXX gesti og í flokki XXXX, með því að koma fyrir millivegg og bæta við tveimur snyrtingum í núverandi skemmtistað á jarðhæð verslunarhússins á lóð nr. 16 við Austurstræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsráðs vegna bókunnar ráðsins frá 14. nóvember 2007.