Hverfisgata 60 og 60A

Verknúmer : BN040290

549. fundur 2009
Hverfisgata 60 og 60A, lóðarmarkabreyting
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltúa til að breyta mörkum lóðanna Hverfisgötu 60 og Hverfisgötu 60A eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dags. 28. júlí 2009. Við breytinguna minnkar lóðin Hverfisgata 60 um 69 ferm. eða úr 274,3 ferm. í 206 ferm. og lóðin Hverfisgata 60A minnkar um 9 ferm. eða úr 261,3 ferm. í 256 ferm. Það sem tekið er af lóðunum hverfur undir óútvísað land í byggð, landnr. 218177, óútvísað land í byggð stækkar því um 69 + 9 = 78 ferm. Sbr. deiliskipulag sem samþykkt var í Borgarráði 17. mars 2003. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins birtist í B-deild stjórnartíðinda 28. maí 2003.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðarmarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.