Garðastræti 23

Verknúmer : BN039975

540. fundur 2009
Garðastræti 23, endurgera Vaktarabæinn
Sótt er um leyfi til að endurgera einbýlishúsið Vaktarabæinn í sem næst upphaflegri gerð frá 1848 að viðbættri forstofu, hreinlætisaðstöðu og uppgangi á loft úr hlöðnu grágrýti og timbri lóð nr. 23 við Garðastræti.
Meðfylgjandi er bréf Þorsteins Bergssonar dags. 28. júní 2008, stutt samantekt um sögu og gerð hússins dags. mars 2009, bréf Húsafriðunarnefndar dags 5. maí 2009, bókun Menningar- og ferðamálaráðs frá 14. maí 2009,
Stærðir: Stækkun 12,1 ferm., 59,4 rúmm.
Samtals eftir stækkun 58,1 ferm., 132,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.574
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.