Mosgerði 1

Verknúmer : BN039635

534. fundur 2009
Mosgerði 1, sólstofa
Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu við bílgeymslu einbýlishússins á lóð nr. 1 við Mosgerði.
Erindi fylgir fsp. dags. 10. febrúar 2009, og samþykki eigenda Mosgerðis nr. 3 og Melgerðis nr. 6 dags. 8. mars 2009.
Erindi fylgir nú samþykki eigenda Melgerðis nr. 6 og 8 og Mosgerðis nr. 3 árituð á uppdrátt.
Stærð: 26 ferm., 83,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 6.445
Samþykkt.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


250. fundur 2009
Mosgerði 1, sólstofa
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. mars 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja sólstofu við bílgeymslu einbýlishússins á lóð nr. 1 við Mosgerði.
Erindi fylgir fsp. dags. 10. febrúar 2009, og samþykki eigenda Mosgerðis nr. 3 og Melgerðis nr. 6 dags. 8. mars 2009.Stærð: 26 ferm., 83,7 rúmm.Gjald kr. 7.700 + 6.445
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Mosgerði 3 ásamt Melgerði 6 og 8.

531. fundur 2009
Mosgerði 1, sólstofa
Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu við bílgeymslu einbýlishússins á lóð nr. 1 við Mosgerði.
Erindi fylgir fsp. dags. 10. febrúar 2009, og samþykki eigenda Mosgerðis nr. 3 og Melgerðis nr. 6 dags. 8. mars 2009.
Stærð: 26 ferm., 83,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 6.445
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra vegna breytinga frá fyrirspurn þar sem gert var ráð fyrir öðru fyrirkomulagi.