Hverfisgata 78

Verknúmer : BN039338

520. fundur 2009
Hverfisgata 78, endurnýjun á samþykkt frá 24/7/07 (bn035937)
Sótt er um leyfi til endurnýjunar á byggingarleyfi BN035937, þar sem veitt var leyfi til að byggja 5. hæðina ofan á framhús sem verið er að breyta í íbúðir sbr. erindi BN28998 með þremur viðbótaríbúðum og tveggja hæða steinsteypta byggingu ofan á suðurhluta núverandi prentsalar sem verður rifinn milli fram og bakhúss og innrihluta breytt í íbúðir með samtals átta íbúðum í bakhúsi með aðgengi í gegnum framhús ásamt geymslum og þvottaherbergi fjöleignarhúsanna á lóð nr. 78 við Hverfisgötu.
Samþykki meðeigenda dags. 5. júlí 2007, áritun burðarvirkishönnuðar (á teikningu) og samkomulag vegna glugga á vegg að Laugavegi 59 dags. 7. apríl 1997 fylgja erindinu.
Stærð: Niðurrif hluta prentsalar samtals 124,2 ferm., 434,6 rúmm.
Ofanábygging 5. hæðin 168,5 ferm., 492,2 rúmm. bakbygging (2. og 3. hæð) samtals 263,8 ferm., 1483,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 144.226
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.