Ránargata 8A

Verknúmer : BN039072

510. fundur 2008
Ránargata 8A, endurnýjun á BN034622
Sótt er um endurnýjun byggingarleyfis BN034622 dags. 17.10. 2007 þar sem sótt er um leyfi til að byggja við kjallara og 1. hæð með verönd og tröppum niður í kjallararými á norðurhlið hússins á lóðinni nr. 8A við Ránargötu. Grenndarkynning stóð yfir frá 14. sept. til 12. okt. 2007. Engar athugasemdir bárust.
Meðfylgjandi er bréf frá eigendum dags. 15.okt. 2008. Þinglýst samkomulag milli eigenda Ránargötu 8 og 8a fylgir erindi, einnig þinglýst samþykki lóðarhafa að Ránargötu 10 dags. 14 júní 2005, og Vesturgötu 21b dags. 13. og 15. júní 2005 fylgir erindinu.
Stærð: Viðbygging 60,0 ferm., 178, rúmm.
Gjald 6.100 + 11.298
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.