Seljavegur 2

Verknúmer : BN038916

516. fundur 2008
Seljavegur 2, breytingar innanhúss. Rýmið verður innréttað sem lyfjabúð. Inngangur færður um tvö gluggabil til norðurs.
Sótt er um leyfi til að innrétta verslunarhúsnæði sem apótek, færa útidyr í vegg, loka bakdyrum og hurð yfir í mhl.02 og loka innistiga upp á 2. hæð í mhl. 01 á 1. hæð í húsi á lóð nr. 2 við Seljaveg.
Meðfylgjandi er skiltabókhald dags. 14.10. 2008, yfirlýsing sumra eigenda vegna tilflutnings hurðar í útvegg og skiltabókhalds sömuleiðis er meðfylgjandi fundargerð húsfundar í húsfélaginu Seljavegi 2 dags. 20.11. 2008.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Í umsókninni fellst flutningur á útidyrum á 1. hæð. Dyrnar eru fluttar til þess að bæta aðgengi að lyfjaverslun.
Með hliðsjón af því að hér er aðeins um flutning á dyrunum að ræða telur byggingarfulltrúi að um minniháttar breytingu sé að ræða og því þurfi ekki samþykki allra eigenda, sbr. A-lið í gr. 41 í fjöleignarhúsalögum nr. 26/1998, heldur nægji einfaldur meirihluti til samþykktarinnar sbr. D-lið fyrrnefndrar greinar. Á þeirri forsendu er málið samþykkt.


506. fundur 2008
Seljavegur 2, breytingar innanhúss. Rýmið verður innréttað sem lyfjabúð. Inngangur færður um tvö gluggabil til norðurs.
Sótt er um leyfi til að innrétta verslunarhúsnæði sem apótek, færa útidyr í vegg, loka bakdyrum og hurð yfir í mhl.02 í mhl. 01 á 1. hæð í húsi á lóð nr. 2 við Seljaveg.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.