Öldugata 2

Verknúmer : BN038885

504. fundur 2008
Öldugata 2, endurn. byggl bn034586
Sótt er um endurnýjun á byggingleyfi, upphaflega samþykkt 8. júní 2004 þar sem sótt var um "leyfi til að rífa bílgeymslu við húsið nr. 2 við Öldugötu og að byggja þess í stað móttökuskála á norðurhluta lóðarinnar ásamt lyftustokki og tilheyrandi tengigangi við norðurhlið hússins. Skálinn verði byggður úr steinsteypu og stáli, klæddur með múrkerfi með svipaðri áferð og hús eða klæddur með grágrýti. Á þaki verði gras. Jafnframt verði byggður nýr kvistur í norðurþak af sömu stærð og með svipaðri áferð og kvistur í suðurþaki. Ennfremur er sótt um leyfi til að breyta notkun og innra fyrirkomulagi allra hæða hússins og koma þar fyrir fundar- og kennsluherbergjum ásamt matsal og framreiðslueldhúsi á fyrstu hæð."
Greiða skal fyrir 4,7 bílastæði í flokki III, kr. 1.700.280 pr. stæði samtals kr. 6.801.120.
Niðurrif: Bílskúr 32.2 ferm. og 81 rúmm.
Stækkun: 26 ferm. og 199.5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 14.563

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Þinglýsa skal kvöð á lóð nr. 3 við Bárugötu vegna fjarlægðar frá lóðarmörkum.