Háagerði 71

Verknúmer : BN038269

536. fundur 2009
Háagerði 71, áður gerð ósamþykkjanleg íbúð
Sótt er um leyfi fyrir afmörkun á áður gerðri íbúð sem er ósamþykkjanleg í kjallara fjölbýlishússins á lóð nr. 71 við Háagerði.
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 7. maí 2008, þinglýstur eignaskiptasamningur dags. 2. febrúar 1961 og tengiskýrsla frá RR dags. 27. september 1961. Ennfremur þinglýstir kaupsamningar og afsöl dags. 18. október 1994, 28. október 1988, 24. febrúar 1992, 14. október 1993 og 1. september 1999 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 26. ágúst 2008.
Á teikningar er áritað samþykki meðlóðarhafa ódagsett.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Afmörkun íbúðar er gerð með vísan til 15. gr. reglugerðar nr. 910/2000.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.


526. fundur 2009
Háagerði 71, áður gerð ósamþykkjanleg íbúð
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara fjölbýlishússins á lóð nr. 71 við Háagerði.
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 7. maí 2008, þinglýstur eignaskiptasamningur dags. 2. febrúar 1961 og tengiskýrsla frá RR dags. 27. september 1961. Ennfremur þinglýstir kaupsamningar og afsöl dags. 18. október 1994, 28. október 1988, 24. febrúar 1992, 14. október 1993 og 1. september 1999 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 26. ágúst 2008.
Á teikningar er áritað samþykki sumra meðlóðarhafa ódagsett.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Kjallaraíbúð er ósamþykkjanleg þar sem hún uppfyllir ekki ákvæði byggingarreglugerðar um íbúðir, of mikið niðurgrafin og lofthæð ófullnægjandi. Því ber að skrá íbúðina sem ósamþykkjanlega á aðaluppdrætti og í skráningartöflu.


489. fundur 2008
Háagerði 71, áður gerð ósamþykkjanleg íbúð
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara fjölbýlishússins á lóð nr. 71 við Háagerði.
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 7. maí 2008, eignaskiptasamningur dags. 2. febrúar 1961 og tengiskýrsla frá RR dags. 27. september 1961. Á teikningar er áritað samþykki sumra meðlóðarhafa ódagsett.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.