Bæjarflöt 2

Verknúmer : BN038056

488. fundur 2008
Bæjarflöt 2, nýbygging
Sótt er um leyfi fyrir bílskúr byggðum úr stálgrind og klæddum með bárumálmi á lektum á lóð nr. 2 við Bæjarflöt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 25. apríl 2008 fylgir erindinu.
Stærðir: 80,4 ferm., 442,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 32.280
Frestað.
Með vísan til bókunar skipulagsstjóra er ekki gerð athugasemd við að umsækjandi láti vinna tillögu að br. deiliskipulagi sem grenndarkynnt verður, ef berst.


207. fundur 2008
Bæjarflöt 2, nýbygging
Á fundi skipulagsstjóra 18. apríl 2008 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. apríl 2008 þar sem sótt er um leyfi fyrir bílskúr byggðum úr stálgrind og klæddum með bárumálmi á lektum á lóð nr. 2 við Bæjarflöt.
Stærðir: 80,4 ferm., 442,2 rúmm.Gjald kr. 7.300 + 32.280. Erindinu var vísað til meðferðar austurteymis arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 25. apríl 2008.
Frestað. Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjendur láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umsóknina, sem síðar verður grenndarkynnt. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa þarf að liggja fyrir.

">206. fundur 2008
Bæjarflöt 2, nýbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. apríl 2008 þar sem sótt er um leyfi fyrir bílskúr byggðum úr stálgrind og klæddum með bárumálmi á lektum á lóð nr. 2 við Bæjarflöt.
Stærðir: 80,4 ferm., 442,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 32.280
Vísað til meðferðar austurteymis arkitekta hjá skipulagsstjóra.

486. fundur 2008
Bæjarflöt 2, nýbygging
Sótt er um leyfi fyrir bílskúr byggðum úr stálgrind og klæddum með bárumálmi á lektum á lóð nr. 2 við Bæjarflöt.
Stærðir: 80,4 ferm., 442,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 32.280
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.