Tunguháls 17

Verknúmer : BN038025

487. fundur 2008
Tunguháls 17, (fsp) innkeyrsla
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir að færa innkeyrslu lóðar til austurs og gera aflíðandi brekku innan lóðar til landaðlögunar á lóðinni nr. 17 við Tunguháls.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. apríl 2008 fylgir erindinu ásamt umsögn Framkvæmda- og eignasviðs dags. 7. apríl 2008.
Frestað.
Gera skal grein fyrir þeim atriðum sem fram koma í umsögn Framkvæmda- og eignasviðs.


205. fundur 2008
Tunguháls 17, (fsp) innkeyrsla
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. apríl 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist fyrir að færa innákeyrslu lóðar til austurs og gera aflíðandi brekku innan lóðar til landaðlögunar á lóðinni nr. 17 við Tunguháls.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.

485. fundur 2008
Tunguháls 17, (fsp) innkeyrsla
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir að færa innákeyrslu lóðar til austurs og gera aflíðandi brekku innan lóðar til landaðlögunar á lóðinni nr. 17 við Tunguháls.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skrifstofu gatna- og eignaumsýslu og skipulagsstjóra.