Austurberg 1

Verknúmer : BN037983

484. fundur 2008
Austurberg 1, mæliblað leiðrétting
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 19. febrúar 2008 var samþykkt svohljóðandi mæliblað af Austurbergi 1: Óskað er samþykki byggingarfulltrúa til að sameina lóðirnar Austurberg 1 og Austurberg 1A í eina lóð eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 15. febrúar 2008.
Tillaga að sameiningu lóða:
Austurberg 1 24971 ferm., Austurberg 1A 18493 ferm.
Samtals, ný lóð 43464 ferm.
Lóðin verður skráð skv. ákvörðun byggingarfulltrúa.
Sbr. samþykkt skipulagsráðs 6. september 2006 og Borgarráðs 14. september 2006, ásamt auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda 23. nóvember 2006.
En á að vera:
Tillaga að sameiningu lóða:
Austurberg 1 (landnr.112096, staðgr. 4.667.801):
Skráð hjá FMR Austurberg 1 Lóðin er 24971 ferm, sbr. mæliblað útgefið 5. október 1982.
Austurberg 1A (landnr. 112098, staðgr. 4.667.803):
Skráð hjá FMR Austurberg, íþróttavöllur. Lóðin er 18493 ferm., sbr. mæliblað útgefið 5. október 1982.
Lóðirnar sameinaðar verði 43464 ferm, og verður lóðin tölusett nr. 1 við Austurberg skv. ákvörðun byggingarfulltrúa.
Bílastæðalóð fyrir Austurberg 1 og 1A (landnr. 112097, staðgr. 4.667.802) Skráð hjá FMR Austurberg 1.
Lóðin er 1934 ferm, sbr. mæliblað útgefið 5. október 1982.
Lóðin verður óbreytt, en verður skráð nr. 1A við Austurberg skv. ákvörðun byggingarfulltrúa.
Sjá samþykkt skipulagsráðs 6. september 2006 og samþykkt borgarráðs 14. september 2006. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins var birt í B-deild Stjórnartíðinda 23. nóvember 2006.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.