Þverholt - Einholt

Verknúmer : BN037881

482. fundur 2008
Þverholt - Einholt, mæliblað - leiðrétting
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 8. janúar s.l. var lögð fram og samþykkt tillaga Framkvæmdasviðs dags. 4. janúar 2008 að sameiningu lóða/breytingu lóðamarka við Einholt - Þverholt.
Við afgreiðslu málsins var ákveðið eitt númer á lóð með staðgreini 1.244.301 og hún sögð nr. 15 við Þverholt og ný lóð með staðgreini 1.244.304 var án tölusteningar.
Málið er því tekið upp til leiðréttingar.
Tillaga að breytingu lóðamarka.
Einholt 6 (staðgr. 1.244.103): Lóðin er talin vera 1158 ferm., sbr. þinglesið skjal Litra Y3 nr. 134. Lóðin reynist vera 1160 ferm. Tekið undir Þverholt 17-19 -1160 ferm. Lóðin verður 0 ferm. og verður máð úr skrám.
Þverholt 15 (staðgr.1.244.106): Lóðin er talin vera 1094,5 ferm. Lóðin reynist vera 1106 ferm., tekið undir Þverholt 17-19 -1160 ferm. Lóðin verður 0 ferm. og verður máð úr skrám.
Þverholt 15A (staðgr. 1.244.103): Lóðin er talin vera 375 ferm, sbr. lóðarsamning nr. A-19239/1989 dags. 20. 09. 1989. Lóðin reynist vera 377 ferm. Tekið undir Þverholt 17-19 -377 ferm. Lóðin verður 0 ferm. og verður máð úr skrám.
ATH. Lóðirnar Einholt 6 og Þverholt 15A er ein lóð skv. fasteignaskrá. Byggingarnefnd samþykkti 10.10. 1963 að sameina lóðirnar, en þann 01.12. 1977 samþykkti byggingarnefnd að skipta lóðinni aftur í tvær lóðir Einholt 6 og Þverholt 15A.
Þverholt 17-19 (staðgr. 1.244.301) Lóðin er 5987 ferm., sbr. þinglesið skjal A-15988/88, dags. 01.07. 1988.
Tekið undir nýja lóð (staðgr. 1.244.304) -1529 ferm. Viðbót við lóðina frá Einholti 6 1160 ferm, viðbót við lóðina frá Þverholti 15 1106 ferm, viðbót við lóðina frá Þverholti 15A 377 ferm, leiðrétt vegna fermetrabrota 1 ferm. Lóðin verður 7102 ferm, og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.
Í fasteignaskrá FMR er skráð lóð við Einholt 8, landnr. 103193 og stærð 1.625 ferm. Þessi lóð var sameinuð lóðunum Þverholti 17 og Þverholti 19 í eina lóð sbr. samþykkt byggingarnefndar þann 13. júní 1985.
Varð þá til lóðin Þverholt 17 - 19, stærð 5987 ferm.
Lóðin Einholt 8 hefur verið felld niður úr þinglýsingarskrám en ekki fasteignaskrá, sem nú skal gert.
Ný lóð við Þverholt (staðgr. 1.244.304)
Lóðin verður 1529 ferm. og og verður skráð skv. ákvörðun byggingarfulltrúa. Sjá samþykkt skipulagsráðs 02.05.2007 og samþykkt borgarráðs 10.05. 2007. Auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 29. 11. 2007.
Byggingarfulltrúi leggur til eftirfarandi tölusetingar:
Ný lóð með staðgreini 1.244.301, stærð 7102 ferm., verði tölusett sem Þverholt 15-19.
Ný lóð með staðgreini 1.244.304, stærð 1529 ferm., verði tölusett sem Þverholt 21.
Byggingarfulltrúi samþykkti erindið.
Samþykkt byggingarfulltrúa er háð staðfestingu borgarráðs og verður tilkynnt tafarlaust ef staðfesting fæst ekki.
Lóðarmarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.




Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðarmarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.