Ljósavík 52-52A

Verknúmer : BN037782

482. fundur 2008
Ljósavík 52-52A, (fsp) skipta fasteign
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. febrúar 2008 þar sem ofanritaður spyr hvort leyft verði að skipta fasteign hans í húsinu nr. 52A við Ljósuvík í tvo hluta þannig að geymsla og föndurrými merkt 01-01 verði sérstök og sjálfstæð fasteign til íbúðar. Málinu fylgir bréf fyrirspyrjanda dags. 16.01.2008 og ljósrit af teikningum sem sýna eignarhald.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðlufundar skipulagsstjóra frá 29. febrúar s.l. fylgir erindinu.
Nei.
Samræmist ekki gildandi deiliskipulagi sbr. útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra.


201. fundur 2008
Ljósavík 52-52A, (fsp) skipta fasteign
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. febrúar 2008 þar sem ofanritaður spyr hvort leyft verði að skipta fasteign hans í húsinu nr. 52A við Ljósuvík í tvo hluta þannig að geymsla og föndurrými merkt 01-01 verði sérstök og sjálfstæð fasteign til íbúðar. Málinu fylgir bréf fyrirspyrjanda dags. 16.01.2008 og ljósrit af teikningum sem sýna eignarhald.
Neikvætt. Samræmist ekki skilmálum gildandi deiliskipulags þar sem kveðið er á um fjölda íbúða í húsi.

480. fundur 2008
Ljósavík 52-52A, (fsp) skipta fasteign
Ofanritaður spyr hvort leyft verði að skipta fasteign hans í húsinu nr. 52A við Ljósuvík í tvo hluta þannig að geymsla og föndurrými merkt 01-01 verði sérstök og sjálfstæð fasteign til íbúðar.
Málinu fylgir bréf fyrirspyrjanda dags. 16.01.2008 og ljósrit af teikningum sem sýna eignarhald.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.