Langholtsvegur 5

Verknúmer : BN037428

473. fundur 2007
Langholtsvegur 5, endurnýjun á byggingarleyfi
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN033958, dags. 5. september 2006, breytt með BN034829, þar sem veitt var leyfi til að rífa núverandi hús og byggja nýtt steinsteypt íbúðarhús með þremur íbúðum á lóðinni nr. 5 við Langholtsveg.
Málinu fylgir samþykki eigenda Langholtsvegar 3 og Langholtsvegar 7 ritað á uppdrátt.
Stærð niðurrifs: Fastanúmer 201-7974 merkt 01 0101 einbýli 58,2 ferm og merkt 70 0101 bílskúr 18,8 ferm., samtals 77 ferm.
Stærð nýbyggingar: Kjallari 36,8 ferm., 1. hæð 159,8 ferm., 2. hæð 79,5 ferm. Samtals 277,9 ferm., 809,9 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 55.073
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.