Gullteigur 4

Verknúmer : BN037270

470. fundur 2007
Gullteigur 4, breyting á kvistum
Sótt er um að breyta vesturkvisti í miðju til samræmis við austurkvist á nýsamþykktum teikningum af fjölbýlishúsi á lóð nr. 4 við Gullteig.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 26. nóvember fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


189. fundur 2007
Gullteigur 4, breyting á kvistum
Lagt fram af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 20 nóvember 2007 þar sem sótt er um að breyta vesturkvisti í miðju til samræmis við austurkvist á nýsamþykktum teikningum af fjölbýlishúsi á lóð nr. 4 við Gullteig.
Gjald kr. 6.800
Neikvætt. Umsótt byggingarmagn samræmist ekki ákvæðum gildandi deiliskipulags.

469. fundur 2007
Gullteigur 4, breyting á kvistum
Sótt er um að breyta vesturkvisti í miðju til samræmis við austurkvist á nýsamþykktum teikningum af fjölbýlishúsi á lóð nr. 4 við Gullteig.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.