Vesturberg 145-151

Verknúmer : BN037147

468. fundur 2007
Vesturberg 145-151, endurnýjað byggingarleyfi nr. 145
Sótt er um leyfi fyrir endurnýjun á byggingaleyfi þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa núverandi anddyri og byggja nýtt steinsteypt og stærra anddyri við suðurhlið húss nr. 145, klæða einbýlishúsið að utan með álplötuklæðningu og fá samþykki fyrir þegar byggðum geymsluskúr (matshluti 05), skjólgirðingu við verönd og fyrir uppsetningu setlaugar vestan við hús nr. 145 á lóð nr. 145-151 við Vesturberg.
Jafnframt er erindi 21137 dregið til baka.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. október 2004, samþykki meðlóðarhafa dags 28. nóvember 2004 og ástandskönnun útveggja dags. 4. apríl 2005 fylgja erindinu. nýtt samþykki aðliggandi lóðarhafa dags. 6. nóv. 2007.
Stærð: Stækkun anddyris 3,9 ferm., 11,1 rúmm., geymsluskúr 5 ferm., 10,3 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 1.455
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


466. fundur 2007
Vesturberg 145-151, endurnýjað byggingarleyfi nr. 145
Sótt er um leyfi fyrir endurnýjun á byggingaleyfi þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa núverandi anddyri og byggja nýtt steinsteypt og stærra anddyri við suðurhlið húss nr. 145, klæða einbýlishúsið að utan með álplötuklæðningu og fá samþykki fyrir þegar byggðum geymsluskúr (matshluti 05), skjólgirðingu við verönd og fyrir uppsetningu setlaugar vestan við hús nr. 145 á lóð nr. 145-151 við Vesturberg.
Jafnframt er erindi 21137 dregið til baka.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. október 2004, samþykki meðlóðarhafa dags 28. nóvember 2004 og ástandskönnun útveggja dags. 4. apríl 2005 fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun anddyris 3,9 ferm., 11,1 rúmm., geymsluskúr 5 ferm., 10,3 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 1.455
Frestað.
Vantar samþykki meðlóðarhafa.