Austurstræti 22

Verknúmer : BN037059

112. fundur 2007
Austurstræti 22, (fsp) listaverk
Spurt er hvort leyfi fáist fyrir uppsetningu á listaverki á vinnupallahjúp á horni Lækjargötu 2 og Austurstrætis 22.
Verkið er hluti Listahátíðar Reykjavíkur 2008 og uppsetningartími frá miðjum maí til 5. júní 2008.
Málinu fylgir tölvupóstur fyrirspyrjanda dags. 9. október 2007 og tölvumynd af fyrirhuguðu listaverki.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við uppsetningu verksins í samræmi við erindi með þeim fyrirvörum að ekki verði bætt við hæð vinnupallana, að allur kostnaður vegna uppsetningu verði á ábyrgð fyrirspyrjanda auk þess sem áhersla er lögð á að einungis er um tilgreindan tíma í maí og júní að ræða. Fyrirspyrjandi skal bera ábyrgð á því að vinnupöllunum verði skilað í því ástandi sem þeir voru þegar listaverkið var sett upp. Einnig er bent á að nauðsynlegt kann að vera að afla frekari leyfa vegna uppsetningarinnar m.a. samþykkis viðkomandi lóðarhafa.