Klapparstígur 30

Verknúmer : BN036640

456. fundur 2007
Klapparstígur 30, Niðurrif
Sótt er um leyfi til að rífa húsið á lóð nr. 30 við Klapparstíg, mh 01.
Bréf umsækjanda dags. 25. júní 2007 fylgir erindi. Einnig umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 5 júlí 2007 og umsögn borgarminjavarðar (ódagsett) fylgja erindinu.
Stærð: Niðurrif fastanúmer 200-4455 merking 01 0101 Veitingahús 134,7 ferm., samtals 134,7 ferm., samtals 398,0 rúmm.
Gjald kr. 6.800

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að ekki verður gefið út byggingarleyfi í samræmi við samþykktina fyrr en skipulagsráð Reykjavíkur hefur fjallað á jákvæðan hátt um aðaluppdrætti af fyrirhugaðri nýbyggingu á lóðinni.
Vakin er athygli á tilmælum Húsafriðunarnefndar í bréfi frá 5. júlí 2007.