Austurstræti 18

Verknúmer : BN036066

445. fundur 2007
Austurstræti 18, endurnýjun á byggingarleyfi (BN031269)
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi frá 24. maí 2005 þar sem sótt var um leyfi til að hækka útbyggða glerframhlið að Austurstræti um eina hæð, byggja glerskála fyrir kaffisölu á þaki fyrstu hæðar við suðurhlið, breyta þakinu að hluta í svalir og stækka verslun upp á þriðju hæð. Jafnframt er sótt um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi hússins á lóðinni nr. 18 við Austurstræti. Ennfremur verði umsókn nr. 30838 dregin til baka.
Erindinu fylgir brunahönnunarskýrsla endursk. 21. mars 2005 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2005.
Stækkun: 56,6 ferm. og 227,4 rúmm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.