Austurbakki 2

Verknúmer : BN036014

444. fundur 2007
Austurbakki 2, leiðrétting rúmmáls
Á fundi skipulagsráðs 18. apríl 2007 var samþykkt leyfi til þess að byggja tónlistar- og ráðstefnumiðstöð með fjórum misstórum sölum, tónlistarsal, æfingarsal, ráðstefnusal og kammertónlistarsal auk forsala, sýningarsvæða, minjagripaverslana, veitingastaða, æfingar- og skrifstofurýma þar sem megin burðarvirkið er steinsteypa og stál og útveggir að mestu klæddir með gleri á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Rúmmál Tónlistar- og ráðstefnuhússins var bókað 232911,9 rúmm. en átti að vera 241749,9 rúmm. (sbr. tölvubréf hönnuða dags. 14. maí 2007) og gjald því í stað kr. 16.017.590 kr. 600.984 hærra eða samtals kr. 16.618.574.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.