Skipasund 11

Verknúmer : BN035604

89. fundur 2007
Skipasund 11, viðbygging kvistur
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. mars 2007.
Sótt er um leyfi til að byggja kvist á vesturhluta þaksins á einbýlishúsinu á lóðinni nr. 11 við Skipasund.
Málinu fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 12. mars 2007.
Stækkun 5,1 ferm. og 21,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 1.469
Kynningartíminn átti að standa frá 26. mars til og með 26. apríl 2007 en þar sem samþykki hagsmunaaðila liggur fyrir er erindið lagt fram að nýju.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


157. fundur 2007
Skipasund 11, viðbygging kvistur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. mars 2007 þar sem sótt er um leyfi til að byggja kvist á vesturhluta þaksins á einbýlishúsinu á lóðinni nr. 11 við Skipasund.
Málinu fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 12. mars 2007.
Meðfylgjandi:
Teikningar Berglindar Svavarsdóttur dags. 12. mars 2007
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Skipasundi 9 og 13.

436. fundur 2007
Skipasund 11, viðbygging kvistur
Sótt er um leyfi til að byggja kvist á vesturhluta þaksins á einbýlishúsinu á lóðinni nr. 11 við Skipasund.
Málinu fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 12. mars 2007.
Stækkun xx ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar nr. 001 dags. 12. mars 2007.