Fjölnisvegur 2

Verknúmer : BN035530

435. fundur 2007
Fjölnisvegur 2, endurnýjun á byggingarleyfi BN031822
Sótt er um leyfi til að endurnýja byggingaleyfi frá 8. nóvember 2005 þar sem sótt var um leyfi til þess að breyta kvisti í austurenda húss, stækka svalir á annarri hæð til austurs, breyta svalagluggum á suðurhlið annarrar og þriðju hæðar, koma fyrir þakgluggum á suðurþekju og jafnframt fjarlægja skorstein og lagfæra þak hússins á lóðinni nr. 2 við Fjölnisveg.
Einnig er sótt um leyfi til þess að byggja steinsteypta garðgeymslu austan hússins.
Málið var í kynningu frá 8. september til 6. október 2005. Engar athugasemdir bárust.
Samþykki meðeigenda dags. 25. júlí 2005 fylgir erindinu.
Stærð: Garðgeymsla 15,3 ferm. og 42,9 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 2.910
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.