Tunguháls 8

Verknúmer : BN035303

429. fundur 2007
Tunguháls 8, endurnýjun á byggingarleyfi f. áðurgerðu millilofti
Sótt er um leyfi til þess að endurnýja byggingaleyfi á því að byggja milliloft í rými 0102, breyta innra skipulagi á 1. hæð, breyta gönguhurð á norðurgafli í innkeyrsluhurð, fjölga gluggum á suðurgafli, stækka glugga á vesturhlið, breyta merkingu á norðurgafli og leiðrétta stærðir millilofts (0103) atvinnuhússins á lóð nr. 8 við Tunguháls.
Jafnframt er erindi 18750 dregið til baka.
Stærð: Nýtt milliloft 78,9 ferm., leiðrétt stærð á millilofti 0103 var 217,4 ferm., verður 211ferm.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.