Hátún 6

Verknúmer : BN035000

427. fundur 2007
Hátún 6, rishæð stækkuð
Sótt er um leyfi til að stækka íbúðir á 9. hæð til suðurs og til að breyta innra skipulagi og útliti á fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 6 við Hátún.
Með málinu fylgir yfirlýsing burðarvirkishönnuðar dags. 14. nóvember 2006 og afrit af fundargerð húsfélagsins Hátúni 6 dags. 9. nóvember 2006.
Stækkun 59,2 ferm., 149,6 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 10.173
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.


79. fundur 2007
Hátún 6, rishæð stækkuð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 21. nóvember 2006. Sótt er um leyfi til að stækka íbúðir á 9. hæð til norðurs og suðurs og til að breyta innra skipulagi og útliti á fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 6 við Hátún skv. uppdr. teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 14. nóvember 2006. Kynning stóð yfir frá 29. nóvember 2006 til og með 29. desember 2006. Engar athugasemdir bárust.
Með málinu fylgir yfirlýsing burðarvirkishönnuðar dags. 14. nóvember 2006 og afrit af fundargerð húsfélagsins Hátúni 6 dags. 9. nóvember 2006.
Stækkun 63,4 ferm., 157,5 rúmm.,
Gjald kr. 6.100 + 9.607
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


142. fundur 2006
Hátún 6, rishæð stækkuð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 21.11.06. Sótt er um leyfi til að stækka íbúðir á 9. hæð til norðurs og suðurs og til að breyta innra skipulagi og útliti á fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 6 við Hátún skv. uppdr. teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 14.11.06.
Með málinu fylgir yfirlýsing burðarvirkishönnuðar dags. 14. nóvember 2006 og afrit af fundargerð húsfélagsins Hátúni 6 dags. 9. nóvember 2006.
Stækkun 63,4 ferm., 157,5 rúmm.,
Gjald kr. 6.100 + 9.607
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Nóatúni 17 ásamt Hátúni 6a og 6b.

421. fundur 2006
Hátún 6, rishæð stækkuð
Sótt er um leyfi til að stækka íbúðir á 9. hæð til norðurs og suðurs og til að breyta innra skipulagi og útliti á fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 6 við Hátún.
Með málinu fylgir yfirlýsing burðarvirkishönnuðar dags. 14. nóvember 2006 og afrit af fundargerð húsfélagsins Hátúni 6 dags. 9. nóvember 2006.
Stækkun 63,4 ferm., 157,5 rúmm.,
Gjald kr. 6.100 + 9.607
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta 401, 510, 520 og 521 dags. 14. nóv. 2006.