Suðurlandsbraut 66

Verknúmer : BN034695

66. fundur 2006
Suðurlandsbraut 66, (fsp) hjúkrunarheimili (nr 66)
Spurt er hvort leyft yrði að byggja hjúkrunarheimili með 110 hjúkrunarrýmum sem steinsteypta byggingu einangraða að utan og klædda með múrkerfi, marmarasalla og álplötum á allt að 4. hæðum auk kjallara og lagnakjallara í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti á lóð nr. 66 við Suðurlandsbraut.
Brunatæknileg hönnun Hönnunar dags. í september 2006 og hljóðvistarskýrsla Hönnunar dags. í september 2006 fylgja erindinu.
Ekki er gerð athugasemd við erindið að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Deiliskipulagsferli ólokið.