Klapparstígur 35A

Verknúmer : BN034538

409. fundur 2006
Klapparstígur 35A, endurnýjun á byggingarleyfi
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi frá 28. júní 2005 þar sem sótt var um leyfi til að byggja við og breyta fyrirkomulagi á fyrstu hæð hótelsins á lóðinni nr. 35A við Klapparstíg. M.a. verði sorpgeymsla aflögð og sorpgámar á lóðinni nr. 24 við Laugaveg nýttir samkv. samkomulagi og eitt bílastæði fjarlægt af lóðinni. Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 22. ágúst s.l., var samþykkt umsókn frá Hótel Frón ehf., þar sem sótt var um leyfi til að sameina eldhús og búr, skáli og starfsmannaaðstaða sameinuð, skáli stækkaður út, útidyr færðar og öðrum bætt við í hótelbyggingu á lóðinni nr. 35A við Klapparstíg. Þá láðist að bóka að einnig væri verið að samþykkja endurnýjun á ofangreindu byggingarleyfi frá 28. júní 2005.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.