Vitastígur 17

Verknúmer : BN034006

397. fundur 2006
Vitastígur 17, svalir
Sótt er um leyfi til að setja svalir á bakhlið hússins nr. 17 við Vitastíg. Um er að ræða breytingu á áður samþykktum svölum (25. nóvember 2003) og nýtt útlit.)
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. maí 2006 og athugasemd nágranna dags. 25. maí 2006.
Gjald kr. 6.100
Synjað.
Með vísan til útskriftar skipulagsfulltrúa.


118. fundur 2006
Vitastígur 17, svalir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. maí 2006. Sótt er um leyfi til að setja svalir á bakhlið hússins nr. 17 við Vitastíg, skv. uppdr. Teiknistofu A.V.J., dags. 5. maí 2006. Um er að ræða breytingu á áður samþykktum svölum (25. nóvember 2006) og nýtt útlit. Einnig lagt fram tölvubréf Guðmundar Guðlaugssonar dags. 25. maí 2006.
Gjald kr. 6.100
Neikvætt með vísan til athugasemda í tölvubréfi Guðmundar Guðlaugssonar. Samþykki lóðarhafa aðlægrar lóðar þarf að liggja fyrir vegna nálægðar svala að lóðamörkum.

396. fundur 2006
Vitastígur 17, svalir
Sótt er um leyfi til að setja svalir á bakhlið hússins nr. 17 við Vitastíg. Um er að ræða breytingu á áður samþykktum svölum (25. nóvember 2006) og nýtt útlit.
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta dags. 5. maí 2006.