Bíldshöfði 14

Verknúmer : BN033417

386. fundur 2006
Bíldshöfði 14, breytingar
Sótt er um á Bíldshöfða 14 að klæða 1. hæð að utan með sléttri álklæðningu. Skjólvegg við sorpgám breytt, skyggni hækkað og klætt með álklæðningu, fyrirtækjamerki málsett. Bréf frá Húsfélagi Bíldshöfða 14 dags. 23. febrúar 2006 fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


384. fundur 2006
Bíldshöfði 14, breytingar
Sótt er um á Bíldshöfða 14 að klæða 1. hæð utan með sléttri álklæðningu. Skjólveggi við sorpgám breytt, skyggni hækkað og klætt með álklæðningu, fyrirtækjamerki málsett.
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda.