Laufásvegur Valur

Verknúmer : BN031395

342. fundur 2005
Laufásvegur Valur, Lóðarmarkabreyting
Lögð fram tillaga mælingadeildar, dags. 11. apríl 2005, að breytingu á lóðarmörkum Knattspyrnufélagsins Vals að Laufásvegi.
Lóðin er 85500 ferm., sbr. samþykkt borgarráðs 7. febrúar 1989, sbr. og samkomulag dags. 29. desember 1988 óundirritað. Þar er gert ráð fyrir að lóðin verði að hluta til erfðafesta 45395 ferm., og að hluta til leigulóð 40105 ferm.
Tekið af lóðinni vegna gatnamóta 3016 ferm.
Tekið af lóðinni, suðvesturhorni lóðarinnar og vegna breikkunar Flugvallarvegar 23049 ferm.
Lóðin verður 59435 ferm.
Afnotasvæði Vals, ný lóð úr óútvísuðu landi Reykjavíkur.
Lóðin er 10000 ferm.
Sjá samþykkt borgarráðs 3. febrúar 2005.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.