Kristnibraut 89

Verknúmer : BN031178

343. fundur 2005
Kristnibraut 89, reyndarteikning
Sótt er um samþykki fyrir fjölgun sérgeymslna í kjallara, fyrir breytingu innra skipulags íbúðar 0101 á 1. hæð ásamt lítilsháttar breytingu á innréttingum íbúða 2. og 3. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 89 við Kristnibraut.
Samþykki meðeigenda dags. 4. apríl 2005 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


339. fundur 2005
Kristnibraut 89, reyndarteikning
Sótt er um samþykki fyrir fjölgun sérgeymslna í kjallara, fyrir breytingu innra skipulags íbúðar 0101 á 1. hæð ásamt lítilsháttar breytingu á innréttingum íbúða 2. og 3. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 89 við Kristnibraut.
Gjald kr. 5.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.