Búðagerði 7

Verknúmer : BN031069

339. fundur 2005
Búðagerði 7, íbúð á 1. hæð í stað atvinnuhúsnæðis
Sótt er um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði í kjallara og á fyrstu hæð húss nr. 7 (mhl. 04) á lóðinni nr. 1-7 við Búðagerði í íbúð með inngang frá Sogavegi.
Erindinu fylgir samþykki nokkurra meðlóðarhafa, samþykki meðeigenda í matshluta dags. 14. jan. 2005 og mótmæli húseigenda að Búðagerði 5 dags. 23. jan. 2005 og mótmæli EMBLU lögmannsstofu f.h. búðareiganda að Búðargerði 5, dags. 1. febrúar 2005.
Gjald kr. 5.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Byggingarfulltrúi getur ekki fallist á að verið sé að breyta inngangi í rýmið. Samþykktir aðaluppdrættir frá 13. mars 1965 sýna innganga bæði að framan og aftan. Ekki verður fallist á að aðalinngangur íbúða valdi meira ónæði en búast má við og á það bent að tröppur tengjast ekki útvegg við svefnherbergisglugga s.s. ef um svalagangshús væri að ræða. Þá verður ekki fallist á að breyting úr atvinnuhúsnæði (fiskbúð) valdi meiri hávaða en stafa frá einstaklingsíbúð. Auk þess sem íbúar ættu að vera lausir við lyktarmengun.
Því telur byggingarfulltrúi að umrædd breyting sé íbúum hússins í vil.


337. fundur 2005
Búðagerði 7, íbúð á 1. hæð í stað atvinnuhúsnæðis
Sótt er um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði í kjallara og á fyrstu hæð húss nr. 7 (mhl. 04) á lóðinni nr. 1-7 við Búðagerði í íbúð með inngang frá Sogavegi.
Erindinu fylgir samþykki nokkurra meðlóðarhafa, samþykki meðeigenda í matshluta dags. 14. jan. 2005 og mótmæli húseigenda að Búðagerði 5 dags. 23. jan. 2005 og mótmæli EMBLU lögmannsstofu f.h. búðareiganda að Búðargerði 5, dags. 1. febrúar 2005.
Gjald kr. 5.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.