Rauðagerði 63

Verknúmer : BN030557

1. fundur 2005
Rauðagerði 63, áður gerðar viðbyggingar
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 30. nóvember 2004, þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum viðbyggingum við húsið nr. 63 við Rauðagerði, samkv. uppdr. Trausta Leóssonar byggingafræðings, dags. 16.11.04. Við aðalinngang hefur verið gert inngangsskýli úr steinsteypu (B-rými) og við suðvesturhlið hefur verið gerð viðbygging við stofur úr timbri. Málið var í kynningu frá 7. desember til 4. janúar 2005. Engar athugasemdir bárust.
Stærðir: Skýli 3,8 ferm. og 9,4 rúmm.. Viðbygging 3,2 ferm. og 7,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 928
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Salvör Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.


47. fundur 2004
Rauðagerði 63, áður gerðar viðbyggingar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 30. nóvember 2004, þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum viðbyggingum við húsið nr. 63 við Rauðagerði, samkv. uppdr. Trausta Leóssonar byggingafræðings, dags. 16.11.04. Við aðalinngang hefur verið gert inngangsskýli úr steinsteypu (B-rými) og við suðvesturhlið hefur verið gerð viðbygging við stofur úr timbri.
Stærðir: Skýli 3,8 ferm. og 9,4 rúmm.. Viðbygging 3,2 ferm. og 7,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 928
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Rauðagerði 57 og 61.

326. fundur 2004
Rauðagerði 63, áður gerðar viðbyggingar
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum viðbyggingum við húsið nr. 63 við Rauðagerði. Við aðalinngang hefur verið gert inngangsskýli úr steinsteypu (B-rými) og við suðvesturhlið hefur verið gerð viðbygging við stofur úr timbri.
Stærðir: Skýli 3,8 ferm. og 9,4 rúmm.. Viðbygging 3,2 ferm. og 7,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 928
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.