Eddufell 8

Verknúmer : BN028184

55. fundur 2006
Eddufell 8, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 23. maí 2006, vegna kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar um að fresta umsókn um leyfi fyrir veitingastað með ballskákborðum á efri hæð hússins nr. 8 við Eddufell.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

55. fundur 2006
Eddufell 8, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 24. maí 2006 vegna kæru á ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 30. júlí 2003 um að fresta afgreiðslu umsóknar um leyfi fyrir veitingastað með ballskákborðum á efri hæð hússins nr. 8 við Eddufell. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.


133. fundur 2003
Eddufell 8, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála mál 51/2003 dags. 7. október 2003, þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar frá 30. júlí 2003, um að fresta umsókn um leyfi fyrir veitingastað með ballskákborðum á efri hæð hússins nr. 8 við Eddufell.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.