Drekavogur 4-4B

Verknúmer : BN025582

50. fundur 2006
Drekavogur 4-4B, Kæra, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar og byggingarmála varðandi kæru 12 íbúa við Sigluvog á ákvörðun byggingarfulltrúans um að veita byggingarleyfi fyrir breyttri notkun hússins að Drekavogi úr skrifstofuhúsnæði í íbúðarhúsnæði með 11 íbúðum ásamt heimild til viðbyggingar og hækkunar hússins um eina hæð. Úrskurðarorð: Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 9. apríl 2002, um að veita byggingarleyfi fyrir breyttri notkun hússins Drekavogur 4 úr skrifstofuhúsnæði í íbúðarhúsnæði með 11 íbúðum ásamt heimild til viðbyggingar og hækkunar hússins um eina hæð, er felld úr gildi.


80. fundur 2002
Drekavogur 4-4B, Kæra, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 31. júlí 2002 mál nr. 11/2002, þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar um byggingarleyfi fyrir Drekavog 4A og 4B frá 9. apríl 2002.
Málinu vísað til umsagnar forstöðumanns lögfræði og stjórnsýslu.