Ásendi 7

Verknúmer : BN019754

26. fundur 1999
Ásendi 7 , Glerskáli við vesturhlið
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7. desember 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 6. s.m. um byggingu laufskála að Ásenda 7.


3487. fundur 1999
Ásendi 7 , Glerskáli við vesturhlið
Sótt er um leyfi til þess að byggja glerskála við vesturhlið íbúðarhússins á lóðinni nr. 7 við Ásenda. Erindið var í grendarkynningu til 26. nóv. 1999 og engar athugasemdir bárust.
Stærð: Laufskáli 22,1 ferm., 58 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 1.450
Útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 6. desember 1999, umsögn Borgarskipulags dags. 19. okt. 1999 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


22. fundur 1999
Ásendi 7 , Glerskáli við vesturhlið
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 22.09.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja laufskála við vesturhlið íbúðarhússins á lóðinni nr. 7 við Ásenda, samkv. uppdr. Arkitektastofu Finns Björgvinssonar og Hilmars Þórs Björnssonar, dags. 13.09.99, br. 19.09.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 19. okt. 1999.

Samþykkt að grenndarkynna erindið, sbr. 2.mgr. 23. gr., sbr. 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997, fyrir hagsmunaaðilum að Ásenda 5 og 9 og Básenda 1 og 2.

99. fundur 1999
Ásendi 7 , Glerskáli við vesturhlið
Sótt er um leyfi til þess að byggja laufskála við vesturhlið íbúðarhússins á lóðinni nr. 7 við Ásenda.
Stærð: Laufskáli 22,1 ferm., 58 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 1.450
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulags- og umferðarnefndar til ákvörðunar um grenndarkynningu.