Rangársel 15

Verknúmer : BN019646

3479. fundur 1999
Rangársel 15, Lóðarstækkun
Byggingadeild borgarverkfræðings f.h. Dagvistar barna sækir um lóðarstækkun á lóðinni nr. 15 við Rangársel skv. meðf. teikningu, dags. 20. apríl 1999. Núverandi leikskólalóð er 2.428 ferm., auk 321 ferm. bílastæða- og aðkomulóðar. Leikskólalóðin stækkar um 577 ferm. inn á lóð Ölduselsskóla og verður 3.005 ferm. Skólalóð Ölduselsskóla minnkar sem nemur lóðarstækkuninni um, var 36.827 ferm. en verður 36.391 ferm. Bílastæða og aðkomulóðin stækkar um 168 ferm og verður 489 ferm. Bílastæða- og aðkomulóðin stækkar inn á borgarland, ætlað stofnunum á aðalskipulagi. Bílastæðum fjölgar úr 10 í 15. Heildarlóðarstærð verður því 3.494 ferm nhf. 0.12. Lóðarstækkun er forsenda fyrir viðbyggingu leikskólans, en leikskólinn verður 3 deilda í stað 2 deilda. Stærð núverandi leikskóla er 233 ferm, en verður 403 ferm. með 170 ferm. viðbyggingu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.