Borgartún 35-37

Verknúmer : BN019367

93. fundur 1999
Borgartún 35-37, Stækkun kj. gluggar og fl.
Sótt er um leyfi til þess að stækka kjallara um áður samþykkt óútgrafið rými, fjölga bílastæðum um fimm á norðausturhorni lóðar, hækka gólfkóta 1. hæðar um 8 sm og leiðrétta aðra kóta þannig að þakkóti hækki aðeins um 1,8 sm, setja glugga á norðurhlið kjallara og innrétta aðstöðu fyrir starfsmenn í lagerrými kjallara hússins nr. 37 á lóðinni nr. 35-37 við Borgartún. Jafnframt er mál nr. 19186 dregið til baka
Stærð: Kjallari 160,2 ferm., 654,1 rúmm., 1. hæð minnkar um 83,5 rúmm., samtals stækkun 570,6 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 14.265
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.