Borgartún 30A

Verknúmer : BN018864

3471. fundur 1999
Borgartún 30A, Lóðarmarkabreyting
Ingimundur Sveinsson arkitekt, óskar eftir f.h., Eimskipafélags Íslands samþykki byggingarnefndar til að breyta mörkum lóðarinnar Borgartún 30A samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum mælingadeildar borgarverkfræðings dags. 27. apríl 1999.
Tillaga að skiptingu lóðarinnar og breytingu lóðarmarka:
Borgartún 30A: Lóðin er 22837 ferm., sbr. þinglesið skjal B-6229/99 og B-6230/99, dags. 13. apríl 1999.
Tekið af lóðinni og bætt við nýja lóð, Sóltún 11-13, 4915 ferm., lóðin verður 17922 ferm.
Sóltún 11-13, ný lóð:
Úr Borgartúni 30A 4915 ferm., viðbót úr götustæði Sóltúns, tveir skikar 84 ferm. Tekið af lóðinni og bætt við götustæði Sóltúns 5 ferm., lóðin verður 4994 ferm.
Ath. Kvöð er á lóðinni Sóltún 11-13 um 9 bílastæði fyrir Sóltún 30.
Sjá samþykkt skipulags- og umferðarnefndar dags. 26. október 1998 og samþykkt borgarráðs 27. október 1998.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.